Velkomin á vefsvæði Bowentæknifélags Íslands

Hér getur þú fræðst nánar um Bowenmeðferð og leitað eftir útskrifuðum bowentæknum.

 

Tilgangur félagsins er meðal annars að standa vörð um starfsumhverfi Bowentækna,
að tryggja félagsmönnum aðgang að aukinni menntun og að vinna að viðurkenningu náms í Bowentækni hér á landi.

Hvað er Bowen meðferð?

Bowentækni er bandvefslosunarmeðferð og er ekki sambærileg við neina aðra líkamsmeðferð sem stunduð er í heiminum í dag. Því er erfitt að skilgreina hana með venjulegum hugtökum.Nafnið Bowen kemur frá Ástralanum Thomas A. Bowen, sem þróaði þessa áhrifaríku og heildrænu líkamsmeðferð. Hún er einföld, mjúk og áhrifarík meðferð sem vakið hefur mikla athygli víðsvegar um heim.
Bowentæknin er aðallega græðandi meðferð og felst í röð mjúkra hreyfinga yfir vöðva, sinar og aðra mjúka vefi og losar spennu sem hefur byggst upp, líkamlega og eða andlega.Bowentæknirinn notar fingurna á ákveðin svæði og beitir mildum þrýstingi til þess að koma hreyfingu á vöðva og vefi. Við það fer í gang ferli í bandvef líkamans til að laga það sem í ólagi er,. og halda öllu í réttu jafnvægi.
Með bandvefslosunartækni er losað um spennu og við það verður verkjalosun og endurnýjun á orku. Bowentæknirinn meðhöndlar líkaman sem heild en meðhöndlar ekki; harða líkamsvefi, notar ekki nudd eða olíur, djúpan langvarandi þrýsting né áhöld af nokkru tagi.Bandvefurinn heldur líkamanum saman og er gríðarlega sterkt en misþykkt efni.
Hann er alls staðar í líkamanum, umlykur öll líffæri, æðar, taugar, alla vöðva, tengir þá við bein og er fylliefni milli líffæra. Það sem er líka svo sérstakt við bandvefinn er að hann er heill / óslitinn frá hvirfli til ilja.
Það eitt hefur varpað fram þeirri spurningu hvort við séum með 600+ vöðva í líkamanum eða aðeins einn í 600+ slíðrum / pokum af bandvef.Áhrifin af meðferðinni er mjúk, nær djúpt og er afslappandi. Þess vegna er bowentæknin svo sérstök.
osteopatar, hnykkjarar, sjúkraþjálfarar eru meðal annars þeirra mörgu starfsstétta sem nota bowentæknina. Allir þeir sem nota þessa meðferð, furða sig á áhrifamætti þessarar mjúku og einföldu meðferðar.
Bowentæknir getur meðhöndlað alla óháð aldri.

Reynslusögur

Hvað er að frétta

Að læra að verða Bowentæknir

Að læra að verða Bowentæknir

Til að verða fullgildur Bowentæknir þarf að klára 5. stig. Hvert stig eru þrír dagar föstudagur-laugardagur og sunnudagur Hver dagur er frá kl 8:30 til kl 17:00 það eru ca 2 mánuðir rúmir á milli stiga og byrjar skólinn á haustin og útskrift að vori.   Nemendur fá...

Previous Next
Close
Test Caption
Test Description goes like this