Fótleggur

Ég hef lengi verið slæm í fótum og almennt með verki í skrokknum, ég sá auglýsingu um Bowentækni hjá Jórunni og ákvað að skella mér á tíma og sé sko ekki eftir því. Jórunn er bara frábær eftir fyrsta tíma sýndi ég miklar skapsveiflur heima fyrir og fann svo mikinn léttir eftir á. Ég talaði um það við hana í öðrum tíma og tjáði hún mér það að hún hafi verið að vinna með tilfinningarnar mínar. Ég hef mjög gaman að því að dansa en hef átt mjög erfitt með það í langann tíma og hefur það farið versnandi, eftir tvö skipti í bowen hjá Jórunni fór ég á ball og dansaði í a.m.k. þrjá tíma nær stanslaust það var sama hvort ég tjúttaði, dansaði gömlu dansana eða línudansa ég fann ekkert til í fótunum og ekki einu sinni daginn eftir sem var mjög óvenjulegt. Mig hlakkar til að mæta í næsta tíma og ætla mér að vera reglulega hjá henni
Halldóra M Gunnarsdóttir 56 ára

Location :
Previous Next
Close
Test Caption
Test Description goes like this