Bowen

Tom Bowen

Thomas Ambrose Bowen fæddist 18. apríl 1916 í Ástralíu og var yngstur þriggja systkina.Hann kláraði einungis grunnskóla sem var algengt á þessum tíma og gerðist smiður eins og faðir hans. Árið 1941 kvæntist hann Jessie McLean og bjuggu þau til að byrja með heima hjá foreldrum Tom í Geelong í Viktoríufylki. Þau eignuðust þrjú börn. Jessie var mikill astma sjúklingur og þurfti oft að leggjast inn á spítala vegna öndunarörðugleika og kveikti það á áhuga Tom að stúdera hvort eitthvað gæti linað þjáningar konu sinnar. Í samráði lyfjafræðing fékk hún sérstök lyf við andþrengslum og breyttu mataræði. Á þessum árum var alls ekki algengt að tengja mataræði við sjúkdóma, en Tom var sannfærður um að þetta tengdist allt og væri rétta leiðin í átt að bata. Það reyndist rétt því nokkrum árum síðar gat Jessie hætt að taka lyfin sín og innlagnir á sjúkrahús heyrðu sögunni til.
Eftir 1950 byrjaði Tom að læra hjá Ernie Saunders, goðsögn á árunum 1940 – 1960 í að handleika líkamann. Þeir áttu margar stundir saman og spjölluðu og stúderuðu líkamann. Hjá Ernie lærði hann það sem varð að hans aðferð, Bowentækni, eða bandvefslosun, tækni sem hann þróaði stöðugt til dauðadags. Seint á sjötta áratugnum vann Tom hjá Geelong Cement Works, þar vaknaði enn meiri áhugi á að lina þjáningar fólks. Hvað hann gerði og hvernig er ráðgáta. Á þessum tíma kynntist hann og varð góðvinur manns að nafni Stan Horwood, sem trúði því að Tom hefði sérstakan hæfileika, guðs gjöf. Stan bauð Tom að hafa aðstöðu heima hjá sér og þar tók Tom á móti fólki eftir vinnutíma.

Ekki leið á löngu þar til eftirspurn eftir Toms hjálp var orðin svo stór að hann sagði upp vinnunni og opnaði Bowen meðferðarstofu í Geelong. Umsvifin urðu meiri og meiri, þó engin væri auglýsingin, bara orðsporið. Fólk beið tímunum saman eftir að fá að komast að. Tom vann alla virka daga frá kl 9 – 11 og 13 – ca 17, og eftir kvöldmat fór hann í húsvitjanir. Alla laugardagsmorgna veitti hann ókeypis þjónustu fyrir fötluð og þroskaheft börn. Fólk lagði mikið á sig og ekki óalgengt að keyrt væri 3 – 4 klst

með börnin aðra leið. Árangur meðferðarinnar á þessi börn var ekki eins fljótvirkur og fyrir flesta en eftir nokkur ár varð hann ótrúlegur. Öll laugardagskvöld hafði hann opið fyrir íþróttafólk ef ske kynni að einhver hafði meiðst þann sama dag.
Miða við vinsældir á Bowen meðferðinni hans hefði hann getað verið orðinn vel efnaður maður, en það var ekki í forgangi hjá honum. Það sem hann gat gert til að lina þjáningar fólks átti hug hans allan. Hann var kannski ekki alltaf með svör við öllum vandamálum, en þá gaf hann sér tíma til að stúdera málið og átti sem oftast lausn einhverjum dögum síðar.

Tom þjálfaði marga menn sem síðar opnuðu sínar eigin meðferðarstofur og má þar nefna Keith Davis, Nigel Love, Kevin Neave, Oswald Rentsch, Kevin Ryan og Romney Smeeton.

Í kringum 1970 þarf hann af óviðráðanlegum ástæðum að flytja og sækir þá um svipað leyti um starfsleyfi fyrir reksturinn. Þetta ferli tók langan tíma og var að lokum hafnað. Tom tók þessari höfnun mjög illa og fannst eins og kerfið hefði svikið hann, hans starf væri hvorki neins virði né vel þegið. En hvort sem hann var skráður með leyfi eða ekki breytti engu, fólk hélt áfram að koma í meðferð til hans.
Í dag er Bowentækni kennd um víða veröld og er á háskólastigi í Ástralíu. Hver sá sem lærir Bowentækni mun þróa með sér sína eigin tækni í að meðhöndla bæði fólk og dýr. Hver og einn hefur sína túlkun og aðferð, sá eini upprunalegi Bowentæknirinn var Tom sjálfur. Hann þróaði, breytti og bætti þessa tækni, allt eftir því hvernig líkamsástand mætti honum í starfinu hverju sinni. Grunnurinn var kannski alltaf sá sami en með ólíku ívafi.

Tom átti uppáhalds orðatiltæki sem hann lifði eftir:

“I expect to pass through this world but once, any good thing therefore that I do, or any kindness that I can show to any fellow-creature, let me do it now. Let me not defer or neglect it, for I shall never pass this way again.“

Stytt þýðing úr æviágripi Tom Bowen skrifað af dætrum hans Heather og Pam.

Previous Next
Close
Test Caption
Test Description goes like this