Félagsfundur Bowentæknifélags

Home 9 News After Login 9 Félagsfundur Bowentæknifélags
Kæru Bowentæknar,

Það er okkur sönn ánægja að blása til fyrsta félagsfundar Bowentæknifélagsins þann 30. Janúar kl. 20.00. Fundurinn verður haldinn í skátaheimilinu Skjöldungar í Sólheimum 21a, sem er við hliðina á Langholtskirkju. Fundardagskráin er stutt og í léttari kantinum. Okkur langar aðallega til að hitta ykkur kæru félagsmenn, bera saman bækur okkar og fagna nýútskrifuðum Bowentæknum sem taka á móti prófskírteini sínu á fundinum.

Dagskrá félagsfundar:

1. Nýútskrifaðir bowentæknar taka á móti lokaprófskírteini sínu og verða heiðraðir með rós frá Bowentæknifélaginu.

2. Margeir Sigurðsson bowentæknikennari kynnir fyrir félagsmönnum hvað er framundan í bowenfræðunum

3. Önnur mál

4.Veitingar

5. Svana Ingjaldsdóttir kynnir tækninýjung sem notuð er til að meðhöndla fólk. Tækið er afar handhægt og nett í

meðferð og heitir NES mihealth. Það er notað til að lesa og ræsa sjálfsheilunarrásir líkamans. NES mihealth styðst við bio-rafmagnsörvun og segulsviðtækni til að koma sjálfsheilandi skilaboðum til líkamans um að endurstilla sig og koma honum í heilbrigt ástand. Þess má geta að Svana hefur mjög góða reynslu af því að nota NES mihealth og það verður fróðlegt að heyra meira um þetta heilandi galdratæki á kynningunni. Hér á linknum fyrir neðan er hægt að lesa meiri upplýsingar um NES mihealth

http://www.neshealth.com/nes-mihealth/nes-mihealth.aspx

Hér er hægt að sjá á vefkorti hvar Skátaheimilið Skjöldungar í Sólheimum 21a er staðsett http://ja.is/kort/#q=index_id%3A211156&x=360873&y=406604&z=9

Við hlökkum kærlega til að sjá ykkur sem flest.

Með góðri kveðju

Stjórn Bowentæknifélagsins

Previous Next
Close
Test Caption
Test Description goes like this