Aðalfundur 5. nóvember 2021
Fundur settur kl: 18:00
8 manns mættu á aðalfundinn þau Valgerður Solveig Pálsdóttir, Helga Ingólfsdóttir,
Aðalheiður Svanhildardóttir, Sólveig Björnsdóttir, Jórunn Símonardóttir, Níls Guðjón
Guðjónsson, Íris Guðmundsdóttir og Kristbjörg Þórey Ingólfsdóttir.
Aðalheiður Svanhildardóttir ritari las upp fundargerð frá síðasta aðalfundi og var
fundargerðin samþykkt.
Valgerður Solveig Pálsdóttir formaður las upp skýrslu stjórnar.
Helga Ingólfsdóttir gjaldkeri fór yfir reikninga félagsins síðustu 2 árin, ásamt stöðu
reiknings félagsins, sem var samþykkt.
Páll Siggeirsson hefur verið skoðunarmaður reikninga, en gaf ekki kost á sér áfram. Íris
Guðmundsdóttir verður skoðunarmaður reikninga félagsins, sem var samþykkt af
fundarmönnum.
Ákveðið var að hafa félagsgjöldin óbreytt 2500 kr.
Kosið var í stjórn.
Margrét Ástrós Helgadóttir óskaði eftir að hætta en aðrir í stjórninni gáfu kost á sér
áfram. Nils Guðjón Guðjónsson kom nýr inn í stjórnina. Fundarmenn sáttir með nýja
stjórn og samþykktu hana með lófataki.
Í stjórn eru Valgerður Solveig, Helga Ingólfsdóttir, Aðalheiður Svanhildardóttir, Sólveig
Björnsdóttir og Nils Guðjón Guðjónsson
Kosið var í siðanefnd.
Siðanefnd síðustu tveggja ára gaf ekki kost á sér áfram, þau Birna Imslands,
Páll Siggeirsson og Regína Rósa Harðardóttir.
Þær Guðbjörg Kristín Arnardóttir, Kristbjörg Þórey Ingólfsdóttir Austfjörð og Íris
Guðmundsdóttir gáfu kost á sér í siðanefnd og var það samþykkt með lófataki
fundarmanna. Íris Guðmundsdóttir er formaður siðanefndar.
Valgerður Solveig Pálsdóttir fór yfir tillögur um lagabreytingar. Breytingarnar voru
samþykktar af fundarmönnum.
Önnur mál:
- Jón Gunnar Hauksson hefur verið okkur hjálplegur við heimasíðu félagsins og var
samþykkt að halda því samstarfi áfram og samþykkja einnig greiðslur fyrir hans
vinnu. - Umræða um tryggingar.
Stjórnin kannaði tryggingar fyrir Bowentækna hjá nokkrum tryggingafélögum.
Frjáls ábyrðgartrygging eru í boði fyrir Bowentækna. Ársgjaldið var nokkuð
mismunandi og um að gera að kynna sér málið og semja við það tryggingafélag
sem tryggja á hjá. - Merkingar á vinnufatnaði fyrir Bowentækna er hægt að fá hjá Henson. Henson
selur skyrtur og boli en einnig er hægt að koma með flíkina sjálfur. Við horfðum til
að gráir litir og dökkbláir gætu verið hentugir.
Auglýsingagardína, einblöðungur og bæklingur.
Umræða var um hvernig við Bowentæknar gætum auglýst okkur betur og verið
sýnilegri.
Stjórnin fékk leyfi fyrir kynningu í Kringlunni, Smálind og Firðinum í Hafnafirði
2020. Þurftum við að hætta við kynningarnar vegna covid en tökum upp þráðinn
þegar tækifæri gefst til.Nýr einblöðungur var skoðaður á fundinum og voru fundamenn ánægðir með
hann. Umræða var um hvort skipta ætti út myndunum á einblöðungnum og
verður það skoðað betur. Að mati fundamanna er óþarfi að hafa bæði bækling og
einblöðung og hafði einblöðungurinn vinninginn. Auglýsingagardína er í vinnslu
og verður þeirri vinnu haldið áfram.
Fundi slitið kl:20:30 og að loknum aðalfundi tók við árshátíð Bowentækna með
fordrykk og glæsilegum veitingum.
Fundaritari Aðalheiður Svanhildardóttir