Hné

Ég stökk til 2012 og skellti mér í að læra Bowentækni án þess að hafa svo mikið sem prufað að fara í einn tíma í bowen, las bara um hana og fannst hún hljóma mjög spennandi. Ég er almennt bara þokkaleg í skrokknum og ekki undan neinu að kvara nema það að ég er mjög gjörn á það að setjast ofan á fæturna á mér, sitja í sófanum með bogna fætur undir mér og var farin að finna fyrir verk í vinstra hnénu, var með verk í hnénu og haltari alltaf fyrst á eftir þegar ég stóð upp eftir svona krumpusetu Ég taldi þetta svo sem ekkert óeðlilegt enda ekki lengur 12 ára og 20 kg. ! En eftir fyrstu helgina í bowennáminu og allar þær æfingar sem við gerðum á hvert öðru hætti ég að finna fyrir þessu. Þegar ég stóð upp úr sófanum eftir þessa helgi og hafði setið ofan á fætinum eins og vanalega, þrátt fyrir fyrirheit um að reyna að venja mig af þessu sem hafði og hefur ekki gengið og hugsaði ohh… nú verð ég að drepast í hnénu og var tilbúin að haltra af stað en viti men enginn verkur og engin helta og hef varla fundið fyrir þessu síðan – en aldeilis ekki hætt að krumpusetjast allskonar ? ? Ég hefði fyrirfram aldrei trúað eða gert ráð fyrir að bowen gæti haft áhrif á þetta því það væri bara mjög eðlilegt að kroppurinn kvartaði undan svona meðferð !
Og Bowen heldur stöðugt áfram að koma manni skemmtilega á óvart, það er magnað hvað þessi mjúka og dásamlega meðferð er áhrifarík á allt mögulegt og ómögulegt.
Valgerður Solveig – útskrifaður bowentæknir 2013

Location :
Previous Next
Close
Test Caption
Test Description goes like this