Fréttabréf til félagsmeðlima Bowentæknifélagsins

Home 9 News After Login 9 Fréttabréf til félagsmeðlima Bowentæknifélagsins
Bowenfélagið tekur þátt í Heimsljós hátíðinni 10 – 11 September 2011

Næstu helgi 10 – 11 sep verður Heimsljós hátíðin haldin í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ, milli kl 11 – 17.

Þeir sem hafa áhuga á að vinna vinsamlega látið okkur í Bowen stjórninni vita sem fyrst. Frjálst er að óska eftir ákveðnum vinnustundum. Sumir vilja t.d. bara vera í 2 tíma á dag – Allt í boði. Einhver úr Bowen stjórninni kemur til með að vera á staðnum og í skólastofunni þar sem við höfum vinnurými.

Vinsamlega komið með bekk og teppi.

Athugið að þeir meðferðaraðilar sem vinna fá frítt í eina meðhöndlun af öllum því úrvali sem er í boði. Frítt er á alla fyrirlestra. Gott að hafa vaktaplan svo hægt sé að skiptast á að vinna og skoða aðra meðhöndlanir.

Dagskrá heimsljós er hægt að nálgast hér www.heimsljós.is

Kærleikskveðjur

Bowenstjórnin

Ný stjórn kosin í maí 2011

Á aðalfundi Bowentæknifélagsins 25. Maí síðastliðinn var kosin ný stjórn í henni situr Hjördís Kristinsdóttir gjaldkeri endurkjörin, Ásta Fríða Baldvinsdóttir meðstjórnandi endurkjörin og þær Jórunn Símonardóttir ritari, Rut Kristjánsdóttir meðstjórnandi sitja áfram sitt annað ár stjórnarár eins og félagslög gera ráð fyrir í stjórnarsetu Bowentæknifélagsins. Halla Frímannsdóttir var kosin formaður félagsins til næstu tveggja ára. Fráfarandi er fyrrverandi formaður félagsins Ísleifur Árni Jakobsson.

Við viljum fyrir hönd Bowen félagsins nota tækifærið og þakka fráfarandi formanni Ísleifi Árna Jakobssyni fyrir mikið og óeigingjarnt starf allt frá stofnun félagsins árið 2005. Ísleifur sinnti formennsku félagsins allt frá upphafi og það er með miklum virtum og söknuði sem við kveðjum hann úr formannshlutverkinu en afþví að við vitum hvað Ísleifur er ástríkur maður að þá sendum við honum risastórt kærleiksbros beint inn í hlýtt hjarta hans. Fyrir hönd félagsmeðlima ákvað hin nýja stjórn að ljá Ísleifi þakklæti sitt með því að færa honum þakkargjöf tvær veglegar bækur.

Það er ósk og von hinnar nýju stjórnar að viðhalda því góða félagsstarfi sem stjórn Bowentæknifélagsins hefur sinnt undanfarin ár. Við bjóðum nýja félagsmeðlimi velkomna að ganga í félagið og hægt er að sækja um félagsaðild með því að senda póst á

Lækkun félagsgjalda samþykkt

Á síðasta aðalstjórnarfundi var samþykkt einróma að lækka árleg félagsgjöld úr 5.000 kr niður í 2.500 kr. Póstgíróseðlar verða sendir til allra félagsmanna í ágúst n.k. Vert er að minna á lagagrein Bowen félagsins samkvæmt lagagrein 4.c. segir svohljóðandi: ,, Skuldi félagsmaður árgjald fyrir tvö ár, er stjórninni heimilt að fella hann út af félagaskrá, enda hafi honum verið send skrifleg aðvörun áður.“

Heimsljós hátíð – Dagar Heildrænnar Heilsu

Í September í fyrra tók Bowentæknifélagið þátt í Heimsljós hátíðinni – Dagar Heildrænnar Heilsu – sem fór fram í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ. Þátttakan á hátíðina var með eindæmum góð og hefur félagið nú þegar skráð sig aftur til þátttöku á Heimsljós hátíðinni sem fer fram næstkomandi september dagana 9 – 12. September 2011. Bowentæknifélagið heldur viðteknum hætti og greiðir þátttökugjald fyrir alla félagsmeðlimi sem hafa áhuga á að vera með. Til að skrá þig á hátíðina vinsamlega sendu Bowenfélaginu póst á

Vegna mikillar þátttöku á síðasta ári stefnum við á að vera með fleiri eða stærri stofur fyrir Bowen meðferðaraðila. Vert er að taka fram að einungis félagsmeðlimir sem hafa greitt ársgjald fyrir árið 2011 er frjálst að sækja um þátttöku og fá þá fría þátttökuaðild á Heimsljós hátíðina. Við hvetjum sem flesta til að skrá sig til þátttöku því þessi hátíð er mjög góð auglýsing fyrir alla Bowen meðferðaraðila.

Ný netföng og heimasíður Bowenfélagsmanna

Við hvetjum félagsmenn til að senda okkur póst ef þið eruð með breytt netfang, símanúmer, heimilisfang eða nýjar heimasíður og við munum setja breytingarnar inn á www.bowen.is síðuna inn um hæl. Takk fyrir.

Að lokum

Fyrir hönd stjórnarinnar óskum við ykkur öllum gleðilegs sumars og hlökkum til að sjá ykkur sem flest á Heimsljós hátíðinni 9 – 12. September 2011. Einnig viljum við biðja ykkur um að vera ófeimin við að senda okkur hugmyndir og tillögur að nýjungum og áhugaverðum námskeiðum sem geta vonandi nýst okkur í starfi okkar sem Bowen meðferðaraðilar.

Lifið heil og í ljósi með kærleikan að vopni,

Reykjavík 22. júní 2011

Halla Frímannsdóttir

Formaður Bowentæknifélagsins

Previous Next
Close
Test Caption
Test Description goes like this