Velkomin á vefsvæði Bowentæknifélags Íslands
Hér getur þú fræðst nánar um Bowenmeðferð og leitað eftir útskrifuðum bowentæknum.
Tilgangur félagsins er meðal annars að standa vörð um starfsumhverfi Bowentækna,
að tryggja félagsmönnum aðgang að aukinni menntun og að vinna að viðurkenningu náms í Bowentækni hér á landi.
Hvað er Bowen meðferð?
Bowentæknin er aðallega græðandi meðferð og felst í röð mjúkra hreyfinga yfir vöðva, sinar og aðra mjúka vefi og losar spennu sem hefur byggst upp, líkamlega og eða andlega.Bowentæknirinn notar fingurna á ákveðin svæði og beitir mildum þrýstingi til þess að koma hreyfingu á vöðva og vefi. Við það fer í gang ferli í bandvef líkamans til að laga það sem í ólagi er,. og halda öllu í réttu jafnvægi.
Með bandvefslosunartækni er losað um spennu og við það verður verkjalosun og endurnýjun á orku. Bowentæknirinn meðhöndlar líkaman sem heild en meðhöndlar ekki; harða líkamsvefi, notar ekki nudd eða olíur, djúpan langvarandi þrýsting né áhöld af nokkru tagi.Bandvefurinn heldur líkamanum saman og er gríðarlega sterkt en misþykkt efni.
Það eitt hefur varpað fram þeirri spurningu hvort við séum með 600+ vöðva í líkamanum eða aðeins einn í 600+ slíðrum / pokum af bandvef.Áhrifin af meðferðinni er mjúk, nær djúpt og er afslappandi. Þess vegna er bowentæknin svo sérstök.
osteopatar, hnykkjarar, sjúkraþjálfarar eru meðal annars þeirra mörgu starfsstétta sem nota bowentæknina. Allir þeir sem nota þessa meðferð, furða sig á áhrifamætti þessarar mjúku og einföldu meðferðar.
Bowentæknir getur meðhöndlað alla óháð aldri.
Reynslusögur
Hvað er að frétta
Svo eru það ævintýrin sem gerast – Ásdís Fanney
Bowen viðtal Ásdís Fanney
Að læra að verða Bowentæknir
Til að verða fullgildur Bowentæknir þarf að klára 5. stig. Hvert stig eru þrír dagar föstudagur-laugardagur og sunnudagur Hver dagur er frá kl 8:30 til kl 17:00 það eru ca 2 mánuðir rúmir á milli stiga og byrjar skólinn á haustin og útskrift að vori. Nemendur fá...
Fréttir Meðlimir
Aðalfundur 5. nóvember 2021
Aðalfundur Bowentæknifélags Íslands 5. nóvember 2021. Fundur settur kl: 18:00 8 manns mættu á aðalfundinn þau Valgerður Solveig Pálsdóttir, Helga Ingólfsdóttir, Aðalheiður Svanhildardóttir, Sólveig Björnsdóttir, Jórunn Símonardóttir, Níls Guðjón Guðjónsson, Íris...
Könnun á Vegum BTÍ
Ágæti félagsmaður. Endilega taktu þátt í smá könnun 1. Ert þú starfandi Bowentæknir ? (já) ( ) (nei) ( ) í hlutastarfi ( ) 2. Hvaða væntingar hefur þú til félagsins ? 3. Ert þú til í að leggja eitthvað að mörkum í þágu félagsins ? a) Stjórnarstörf b) Nefndarstörf c)...
Félagsfundur Bowentæknifélags
Kæru Bowentæknar, Það er okkur sönn ánægja að blása til fyrsta félagsfundar Bowentæknifélagsins þann 30. Janúar kl. 20.00. Fundurinn verður haldinn í skátaheimilinu Skjöldungar í Sólheimum 21a, sem er við hliðina á Langholtskirkju. Fundardagskráin er stutt og í...
Fréttabréf til félagsmeðlima Bowentæknifélagsins
Bowenfélagið tekur þátt í Heimsljós hátíðinni 10 – 11 September 2011 Næstu helgi 10 – 11 sep verður Heimsljós hátíðin haldin í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ, milli kl 11 – 17. Þeir sem hafa áhuga á að vinna vinsamlega látið okkur í Bowen stjórninni vita sem fyrst....
Félagsfundur Bowentæknifélagsins
Stjórn Bowentæknifélags Íslands boðar til almenns félagsfundar 3. September 2012 kl: 20 að Bolholti 4, 4 hæð til vinstri. Dagskrá: 1. Kosning fundarritara 2. Kosning fundarstjóra 3. Kjósa um lógó félagsins, velja úr tillögum sem sendar voru inn til félagsins 4. Ákveða...
Stofnfundur Bowentæknifélags Íslands 23.10 2005
Stofnfundur BTI 2005_10_23