Eplaedik

Home 9 godrad 9 Eplaedik

Eplaedik

by | Apr 5, 2019 | godrad

Eplaedik er barkandi, það dregur úr bólgum og vökva frá áverkastað. Þess vegna er það mjög gott að nota á tognun eða snúinn lið, en hægt er að nota það sem bakstur á hvers kyns áverka, þ.m.t. mar, bólgur, eymsli og rauð eða heit svæði. Auk útvortis bakstra er hægt að nota eplaedik á hundruð vegu og það hefur reynst vel fyrir liðagigtasjúklinga, sem hárskol, gegn stungum og útbrotum, til megrunar og margt fleira.

 

Venjulega eru slösuð svæði meðhöndluð með hvíld, kælingu með ís, umbúðum (teygjubindi) og hækkað undir þeim. Jafnvel þó þrjú af þessum fjórum atriðum séu jákvæð þá hefur kælingin oft neikvæð áhrif. Ein af mörgum ástæðum er sú, að það er ekki hægt að kæla með ís nema í tiltölulega stuttan tíma án þess að skaða húðina, meðan hægt er að nota eplaedik í langan tíma.

Previous Next
Close
Test Caption
Test Description goes like this