Engiferrót

Löngum hefur verið talið að engiferrótin stuðli að bættri líðan og að hún hafi jafnvel lækningarmátt. Á síðu Leiðbeiningarstöðvar heimilanna segir að rótin hafi verið notuð í meira en 4.000 ár sem krydd og bragðefni í matargerð.

Ýmsar rannsóknir hafi verið gerðar á henni og fundist hafi um 500 virk efni í henni sem stuðla að bættri heilsu. Þar er talin upp þau áhrif sem rótin hefur en þau eru; vatnslosandi, bólgueyðandi, blóðþynnandi og blóðþrýstingslækkandi áhrif. Auk þess sem rótin er talin hafa bætandi áhrif á meltinguna. Áhrifamest er að nota ferska rót, gott er að rífa hana eða sneiða og hella sjóðandi vatni yfir.

Engiferrót (Zingiber officinalis) þykir ákaflega góð við hálsbólgu, kvefi, flensu, bronkítis og astma. Rótin hefur örvandi áhrif á blóðrás og er talin góð við hand- og fótkulda. Engiferrót er einnig talin draga úr ógleði til dæmis vegna bílveiki. Ilmkjarnaolía unnin úr engiferrót þykir bæði bólgueyðandi og vöðvaslakandi og afar góð við liðverkjum og vöðvabólgu.

Góð ráð til að losna við bjúg…
Bjúgur er algengt vandamál sem margir þjást af séstaklega konur og stafar oftast af óhollu mataræði, áfengisdrykkju, mikilli salt inntöku, unnum kjötvörum, álagi og þreytu, ónægri vatnsdrykku, lyfjaneyslu og er einnig fylgikvilli óléttunnar. Það er til nokkrar einfaldar leiðir sem ég nota til að vinna úr þessu leiðindavandamáli, hér koma þær…
Engiferrót: fersk engiferrót er rifin niður (c.a 5cm) í 2 ltr af vatni og látið sjóða í 3-5 mín, síðan látið standa og kólna, gott að setja sítrónusneiðar ofan í. Geymið í kæliskáp og drekkið yfir daginn c.a 1 ltr.

Engiferrót er talin ein öflugasta lækningajurtin og virkar vel gegn flestum kvillum þar á meðal: flensu, gigt, hausverk, tíðarverkjum, astma, vandamálum í liðum, vindgangi, háum bllóðþrýsting og fleiru..

Sam­kvæmt ný­legri rann­sókn sem birt­ist í Journal of Pain sem gefið er út af American Pain Society draga dágóðir dags­skammt­ar af hráu eða hituðu engi­fer veru­lega úr vöðva­verkj­um og öðrum óþæg­ind­um í vöðvum – jafn­vel svæsn­um vöðva­verkj­um í kjöl­far kapps­fullra æf­inga. Það að dæla í sig verkjalyfj­um ætti því að heyra sög­unni til.

Engi­fer er þekkt lækn­inga­jurt í kín­verskri lækn­is­fræði og telst einnig meðal hefðbund­inna lækn­inga­jurta hjá ind­versk­um og japönsk­um nátt­úru­lækn­um, sem nota hann til að tak­ast á við upp­köst og ógleði, hósta, morgunógleði, melt­ing­ar­vanda­mál og mígreni. Engi­fer er einnig notaður gegn gigt og slit­gigt. Það var þó ekki fyrr en ný­lega sem vest­ræn­ir vís­inda­menn hófu að rann­saka lækn­is­fræðilega eig­in­leika engi­fers.

Til þessa hafa nokkr­ar rann­sókn­ir sýnt að engi­fer virðist hafa bólgu­eyðandi og kval­astilllandi áhrif líkt og nokkr­ar teg­und­ir lyfja sem ekki geyma stera, og þetta er mjög mik­il­vægt- engi­fer er án allra auka­verk­ana (au­k­verk­anna eins og blæðinga í melt­ing­ar­vegi og maga­sárs). Í einni rann­sókn­inni kom fram að með því að neyta 30 til 500 mg af engi­fer dag­lega í 4 til 36 vik­ur má draga veru­lega úr hné­verkj­um hjá þeim sem þjást af slit­gigt.

Í nýrri rann­sókn frá Uni­versity of Georgia, Georgia Col­l­e­ge og State Uni­versity (GCSU), komu fram enn frek­ari sann­an­ir fyr­ir því að engi­fer er mun öfl­ugra verkjalyf en áður var talið. Vís­inda­menn­irn­ir unnu með 74 sjálf­boðaliðum úr hópi náms­manna sem skipt var í þrjá hópa. Ein­um hópn­um var gef­inn hrár engi­fer, öðrum hitaður og þeim þriðja lyf­leysa og þeim tal­in trú um að um ekta engi­fer væri að ræða.

Vöðva­verk­ir voru fram­kallaðir hjá sjálf­boðaliðunum með því að láta þá fram­kvæma 18 sér­vald­ar erfiðar vöðvaæf­ing­ar. Í fram­haldi af því mældu vís­inda­menn­irn­ir þátt­tak­end­ur sam­fellt í 11 daga til þess að ganga úr skugga um hvort dregið hefði úr vöðva­verkj­um. Og það gerðist held­ur bet­ur.
Niður­stöðurn­ar sýndu að það dró úr vöðva­verkj­um bæði hjá þeim sem fengu hrá­an og hitaðan engi­fer um 25% yfir heild­ina og ekki minna en 23 % hjá hverj­um og ein­um.

Í rann­sókn sem ný­lega var greint frá í fræðirit­inu Pedi­at­ric Blood and Cancer kom fram að vís­inda­menn frá All India Institu­te of Medical Sciences í Nýju-Delí hafa skráð hjá sér að engi­fer dragi svo um mun­ar úr upp­köst­um og flök­ur­leika hjá börn­um sem hafa þurft að gang­ast und­ir í lyfjameðferð vegna krabba­meina. Til viðbót­ar má geta nýrr­ar vís­inda­rann­sókn­ar sem birt­ist i tíma­riti Mo­lecul­ar Visi­on en þar grein­ir frá því að því að engi­fer dragi að öll­um lík­ind­um úr og / eða veru­lega á lang­inn þróun vagls (- blindu) sem staf­ar af syk­ur­sýki.

 

 

Heimild (greinar):

www.mbl.is

www.pressan.is

www.dv.is


Vatnsdrykkja

Vatn er besti svaladrykkurinn

Vatn í glasi
Við búum við þau forréttindi hér á landi að geta drukkið vatn beint úr krananum og bragðgæðin eru mikil. Í vatni er enginn viðbættur sykur, engin sætuefni, engin sítrónusýra (E330), engin rotvarnarefni og engin bragðefni.

Vatn er því besti svaladrykkurinn og er óhætt að drekka vel af því. Vatn er nú algengasti drykkur Íslendinga og hefur vatnsdrykkja þrefaldast frá árinu 1990 samkvæmt niðurstöðum Landskönnunar á mataræði fullorðinna frá 2010/11 og er það mjög jákvæð þróun.

Vökvaþörf er breytileg meðal manna

Stærstur hluti mannslíkamans er vatn og er nægilegt magn vökva nauðsynlegt fyrir eðlilega líkamsstarfsemi. Vökvaþörf er breytileg meðal manna og ræðst meðal annars af aldri, líkamsstærð, veðri og því hversu mikið menn hreyfa sig.

Á meðan 1-1,5 lítrar vökva úr drykkjum á dag ættu að duga flestum fullorðnum er vökvaþörf þeirra, sem hreyfa sig mikið eða tapa vökva af öðrum völdum oft meiri.

Takmarka þarf neyslu gos- og svaladrykkja

Neysla gosdrykkja hefur aukist mikið undanfarna áratugi hér á landi og er meiri en á hinum Norðurlöndunum. Tölur um fæðuframboð sýna tæplega hálfan lítra á hvern íbúa á dag eða samtals 146 lítra fyrir hvern íbúa á ári, hvort heldur um er að ræða börn, fullorðna eða eldra fólk.

Niðurstöður nýlegrar kerfisbundinnar yfirlitsgreinar (systematic review) sýndu að mikil neysla á sykruðum drykkjum, svo sem gosdrykkjum og djús, eykur að öllum líkindum hættu á sykursýki af tegund 2.

Hugsanlega skiptir neyslumynstur máli, en það virðist t.d. hafa mismunandi áhrif á efnaskipti líkamans hvort sykurs er neytt í minni skömmtum yfir daginn eða í miklu magni á stuttum tíma, eins og oft á við þegar sykraðra drykkja er neytt.

Mikil neysla sykraðra gosdrykkja og annarra sykraðra svaladrykkja hefur einnig verið tengt við aukna tíðni offitu. Það er því mikilvægt að takmarka neyslu gos- og svaladrykkja og velja vatn í staðinn.

Kolsýrt vatn án sítrónusýru getur einnig verið góður valkostur en mikilvægt er að hafa í huga að margir svaladrykkir á íslenskum markaði hafa glerungseyðandi áhrif og gildir það jafnt um gosdrykki, íþróttadrykki, orkudrykki og vatnsdrykki með sítrónusýru.

Auðveld leið til að auka vatnsdrykkju

Auðveld leið til að minnka gosdrykkjaneyslu og þar með sykurneyslu er að drekka vatn í staðinn. Einnig má draga úr óhóflegri kaffidrykkju með því að auka vatnsdrykkju.

Við erum svo lánsöm að geta nálgast hreint vatn beint úr krananum og því tilvalið að notfæra okkur það í ríkari mæli.

Til að stuðla að aukinni vatnsdrykkju má huga að því að bæta aðgengi að góðu drykkjarvatni. Það er hægt að gera með því að koma upp drykkjarbrunnum í skólum, íþróttahúsum og á vinnustöðum og draga úr framboði á óhollari vörum. Kalt og gott vatn ætti að vera alls staðar aðgengilegt þar sem börn og fullorðnir eru við leik og störf.

Stuðlum að betri heilsu með því að velja vatn sem oftast – besta svaladrykkinn.

 

Heimild:  www.landlaeknir.is


Sítrónuvatn

Byrjaðu daginn þinn alltaf á því að hita vatn og skella út í það sítrónum og drekka allavega eitt stórt fullt glas áður en þú færð þér nokkuð annað.

Volgt sítrónuvatn á morgnana kemur meltingunni af stað fyrir daginn. Sítrónur eru afar hollar, má nefna t.d að þær eru bakteríudrepandi, veirueyðandi og styrkja ónæmiskerfið. Að nota sítrónur í mataræðið stuðlar að þyngdartapi því sítrónusafi hjálpar meltingarkerfinu og hreinsar lifrina.
Í sítrónum má finna citric acid, kalk, magnesíum, C-vítamín, bioflavonoids, pectin og limonene sem hjálpar ónæmiskerfinu að berjast við sýkingar.
Hvernig fær þú sem mest út úr sítrónuvatni?
Hitaðu vatn, ekki hafa það sjóðandi heitt samt. Notaðu alltaf ferskar sítrónur. Þú getur bæði kreist safann úr þeim út í vatnið eða skorið þær í sneiðar og sett út í vatnið. Þetta er svo drukkið á fastandi maga og helst alla morgna.
Hjálpar meltingunni.
Sítrónuvatn skolar út óæskilegum efnum og eiturefnum úr líkamanum. Það fær lifrina okkar til að framleiða gall sem er sýra sem meltingin okkar þarf á að halda. Sítrónur eru einnig háar í steinefnum og vítamínum.
Meltingar eiginleikar sítrónuvatns geta gert það að verkum að þú færð ekki brjóstsviða eða verður útþanin.
Ónæmiskerfið.
Þar sem sítrónur eru háar í C-vítamíni þá eru þær afar góðar við kvefi. Þær eru ríkar af potassium sem örvar heilann og taugakerfið.
Fallegri húð.
C-Vítamín, eins og önnur andoxunarefni verja húðina og hún fær síður hrukkur og útbrot eða bólur. C-vítamín er einnig þekkt fyrir að drepa ýmsar tegundir af bakteríum sem orsaka bólur og fílapennsla.
Fyllir á orkuna og góða skapið.
Orkan sem að mannslíkaminn fær frá fæðunni kemur úr frumeindum og sameindum sem matur inniheldur. Sítrónur eru einn af þeim orkugjöfum því hún er hlaðinn af neikvæðum jónum sem gefur líkamanum meiri orku þegar þær ná niður í meltingakerfið. Lyktin af sítrónum hreinsar einnig hugann og sítrónur geta hjálpað til við að draga úr kvíða og þunglyndi.
Engin andfýla.
Fyrir utan að laga slæma adremmu að þá hafa sítrónur verið þekktar fyrir að slá á tannverki. Passa þarf samt upp á eitt, sítrónur eru súrar og sýran í þeim gæti haft áhrif á glerung tanna ef ofnotuð. Alls ekki bursta tennurnar strax eftir að hafa drukkið sítrónuvatn. Notaðu frekar bara vatn og skolaðu munninn.
Fyllir á vatnsbirgðir eitlanna.
Volgt vatn og sítrónusafi styrkir ónæmiskerfið með því að passa upp á halda við vatnsbirgðum í líkamanum. Þegar líkaminn ofþornar þá finnur þú svo sannarlega fyrir því. Þú verður þreytt, meltingin fer úr skorðum, hækkun eða lækkun á blóðþrýstingi, verri svefn og stress verður áberandi.
Er góð hjálparhella þegar missa á nokkur kíló.
Sítrónur eru háar í trefjum sem hjálpa þér í baráttunni við að vera sífellt nartandi í eitthvað. Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem heldur sig við mataræði sem inniheldur meira af alkaline er fljótara að ná af sér nokkrum kílóum.
Á meðan ég skrifa þetta, stendur bolli með volgu vatni og sítrónum hérna við hiðina á mér því ég veit ekkert betra en að byrja daginn á því að drekka þetta á fastandi maga.
Drekkur þú volgt sítrónuvatn á hverjum morgni ?

Grein fengin af tasty-yummies.com


Eplaedik

Eplaedik er barkandi, það dregur úr bólgum og vökva frá áverkastað. Þess vegna er það mjög gott að nota á tognun eða snúinn lið, en hægt er að nota það sem bakstur á hvers kyns áverka, þ.m.t. mar, bólgur, eymsli og rauð eða heit svæði. Auk útvortis bakstra er hægt að nota eplaedik á hundruð vegu og það hefur reynst vel fyrir liðagigtasjúklinga, sem hárskol, gegn stungum og útbrotum, til megrunar og margt fleira.

 

Venjulega eru slösuð svæði meðhöndluð með hvíld, kælingu með ís, umbúðum (teygjubindi) og hækkað undir þeim. Jafnvel þó þrjú af þessum fjórum atriðum séu jákvæð þá hefur kælingin oft neikvæð áhrif. Ein af mörgum ástæðum er sú, að það er ekki hægt að kæla með ís nema í tiltölulega stuttan tíma án þess að skaða húðina, meðan hægt er að nota eplaedik í langan tíma.


Túrmerik

Notkun túrmeriks (Curcuma longa) sem krydd- og lækningajurtar er ævagömul, en undanfarin ár hafa margar vísindarannsóknir staðfest fjölbreyttan lækningamátt þess. Túrmerik inniheldur virka efnið curcumin sem hefur sterk bólgueyðandi og andoxandi áhrif. Túrmerik eykur flæði meltingarvökva og þykir gott við lifrarbólgu, gulu, gallsteinum, uppþembu og vindgangi og til að lækka bæði blóðfitu og blóðsykur. Það er bólgueyðandi og þykir ákaflega gott gegn gigtar- og húðsjúkdómum ásamt því að örva blóðflæði og hafa góð áhrif á sár, gyllinæð og marbletti. Túrmerik hefur að auki bakteríudrepandi áhrif og er notað gegn hálsbólgu og hósta. Rannsóknir hafa einnig leitt í ljós að túrmerik getur hamlað vexti krabbameinsfrumna.

 

Tekið af vefsíðu Önnu Rósu Grasalæknis www.annarosa.is og birt með leyfi hennar.

 

Grein eftir Önnu Rósu grasalækni birt í Kjarnanum 27. febrúar 2014: Er túrmerik töfrajurt?


Epsom

Notkun epsom salts hefur marga góða kosti. Það verkar þannig að það minnkar uppsöfnun sýru í líkamanum og mjakar honum nærri eðlilegu sýru-basa-jafnvægi. Það er hægt að nota ef kölkun, stirðleiki eða eymsli eru í liðum eftir líkamlega áreynslu, eins og t.d. íþróttir eða garðyrkju. Hægt að nota staðbundið við kölkun í hönd eða fót eða notað fyrirbyggjandi og almennt til að hjálpa við slökun. Hægt er að nota Epsom-salt í hvert sinn sem maður baðar sig við sérstökum vandamálum.

 

Vatnið ætti ekki að vera heitt, heldur hæfilegt, rétt heitara en líkamshiti. Sjúklingar með háþrýsting eða hjartasjúkdóma ættu að fara varlega í saltböð. Ekki er mælt með notkun Epsom-salts í bað hjá börnum yngri en 5 ára. Epsom-salt er einnig mjög gagnlegt við sótthita, kvefi og flensu. Einnig getur fólk með húðvandamál á borð við húðbólgu (dermatitis) eða exem notað það.