Notkun epsom salts hefur marga góða kosti. Það verkar þannig að það minnkar uppsöfnun sýru í líkamanum og mjakar honum nærri eðlilegu sýru-basa-jafnvægi. Það er hægt að nota ef kölkun, stirðleiki eða eymsli eru í liðum eftir líkamlega áreynslu, eins og t.d. íþróttir eða garðyrkju. Hægt að nota staðbundið við kölkun í hönd eða fót eða notað fyrirbyggjandi og almennt til að hjálpa við slökun. Hægt er að nota Epsom-salt í hvert sinn sem maður baðar sig við sérstökum vandamálum.
Vatnið ætti ekki að vera heitt, heldur hæfilegt, rétt heitara en líkamshiti. Sjúklingar með háþrýsting eða hjartasjúkdóma ættu að fara varlega í saltböð. Ekki er mælt með notkun Epsom-salts í bað hjá börnum yngri en 5 ára. Epsom-salt er einnig mjög gagnlegt við sótthita, kvefi og flensu. Einnig getur fólk með húðvandamál á borð við húðbólgu (dermatitis) eða exem notað það.