Dóttir mín var óvær fljótlega eftir fæðingu sem versnaði bara. Hún var með þessa svokölluðu “ungbarnakveisu” sem virtist byrja frekar snemma og þó hún væri verst á kvöldin/næturnar þá var alltaf pirringur í henni og erfitt að leggja hana frá sér. Hún var því mikið á handlegg þegar hún var vakandi og erfitt var að svæfa hana en það þurfti mikið “rugg” eða ganga um gólf. Hún var mjög stíf og spenna í henni af magaverkjum og gerði það að verkum að hún átti erfitt með að slaka á til að sofna. Ég hafði heyrt af Jórunni og langaði til að prófa. Ég hafði samband við hana og fékk að koma með stuttum fyrirvara til hennar. Jórunn sagði mér að sum börn þyrftu fleiri en einn tíma og þar sem ég sá engan mun eftir fyrsta skiptið ákvað ég að hafa samband við hana aftur. Hún bauð okkur að koma aftur. Þess má einnig geta að dóttir mín hafði ekki haft hægðir í marga daga og var farið að líða verulega illa af því auk kveisunnar. Eftir seinna skiptið hafði dóttir mín hægðir lengst uppá bak um kvöldið og einnig daginn eftir. Eftir þetta var eins og meltingin kæmist í lag og varð þetta ekki meira vandamál. Dóttir mín sem þá var að verða 2 mánaða varð allt önnur, henni leið orðið mikið betur og ég gat lagt hana í ömmustól og leikteppi án þess að hún gréti þar.
Kærar þakkir fyrir okkur 🙂 ”
Með kveðju,
Steinunn Sævarsdóttir