Ungabarn

Stelpan okkar var búin að vera óróleg í fleiri nætur og tók bara stutta lúra á daginn. Hún virtist oft kvalin og grét oft. Við vorum sannfærð um að þetta væri þessi klassíska magakveisa sem oft kvelur lítil kríli. Eftir ýmsar árangurlausar tilraunir til að hjálpa stelpunni okkar römbluðum við inn á spjallþráð þar sem talað var um Bowen. Eftir að hafa skoðað betur og rætt við fleiri kom í ljós að margir í kringum okkur hefðu nýtt sér þessa tækni til að ná bata og þá náð skjótum árangri. Við höfðum því samband við Jórunni og fengum tíma hjá henni. Strax eftir fyrsta tímann í Bowen meðferðinni varð stelpan okkar allt önnur og sýndi mikil batamerki. Hún sofnaði strax í bílnum á leiðinni heim og svaf lengur en vanalega. Við héldum því áfram að fara með hana er í þrjú önnur skipti. Í dag er stelpan okkar laus við magakveisu og sefur vel.
Við mælum 100% með Bowen meðferðinni og Jórunn kann sitt fag. Við erum ævilega þakklát fyrir Jórunni og hennar meistara tækni í faginu.

Kæra Jórunn, takk fyrir aðstoðina.
Kveðja Geir og Tinna

Location :
Previous Next
Close
Test Caption
Test Description goes like this