Dóttir mín var mjög óvær strax frá fæðingu, hún var rosalega spennt öll og stíf. Hún svaf mjög lítið, nær ekkert allan daginn og ef hún sofnaði var hún vöknuð strax aftur. Hjúkrunarfræðingurinn frá ungbarnaverndinni taldi að hún væri mögulega með hryggskekkju. Þegar hún var svo þriggja vikna fór ég með hana til Jórunnar og strax í tímanum sá ég hvernig hún slappaði af og virtist líða strax betur. Þennan fyrsta sólahring eftir Bowen meðferðina sáum við foreldrarnir undraverðan mun, hún varð miklu rólegri og svaf loksins vært. 3 dögum seinna fór ég svo með hana til læknis og bakið var í lagi. Viku eftir tók Jórunn hana svo aftur og stúlkan mín er orðin svo afslöppuð og fín eins og ungabörn ættu að vera. Bestu þakkir fyrir okkur!
Heiða Hrönn
Ungabarn

Location :