Ég á eina átta vikna dömu sem byrjaði um þriggja vikna aldurinn með þessa yndislegu magakveisu, voru komnar þarna þrjár vikur alveg straight sem litla krílið grét sáran öll kvöld og við foreldranir labbandi um gólf eða vaggandi í vagni eða rúntandi á bílnum til að sefa litlu dömuna, keyptir voru allir dropar á markaðnum og farið eftir öllum ráðum með mataræðið (er með á brjósti ) og komið út í það að ég (mamman) þorði bara ekkert að borða lengur. Einn daginn í minni venjulegri rúntferð um netið, (Blandið) tók ég eftir að konur voru að tala um Bowenmeðferð, aldrei hafði ég heyrt um þetta en tilbúinn að prufa allt, setti mig í samband við Jórunni og hún bauð mér strax að koma. Tveim dögum seinna er ég mætt með litlu, ekki vitandi hvað ég væri að fara útí, myndarleg og góðleg kona tók á móti mér og tók litlu í fangið sitt og vann með hana ljúflega, þetta tók um svona fimm mínútur og svo kvöddum við Jórunni. Þegar ég kom heim þá var ég nú svoldið efins þar sem sú litla grenjaði með ekkasogum í bílnum, kom heim og setti hana í vagninn og hún steinsofnaði. Dagurinn leið og kvöldið nálgaðist og ég varð orðinn stressuð, ég vissi hvað beið mín, grenjandi kríli í tvo til fjóra tíma, en svo gerðist það sem ég bjóst ekki við, sú litla sofnaði bara, og vaknaði ekki fyrr en um nóttina til að drekka, og svona hélt þetta áfram, kveisan gufaði upp og ég fékk litla væra stelpu. Ég ákvað nú samt að fara einu sinni enn með hana var að fara norður til ömmunar og var smeyk um að sú litla myndi taka upp kveisuna aftur,Jórunn bauð mér aftur og það var greinilegt að þeirri litlu leið vel hjá henni. Í dag á ég litla,væra snót sem er pollróleg alla daga og öll kvöld og allar nætur, ég lít á Jórunni sem ponsu galdranorn, góða galdranorn sem tekur ungbörn frítt bara til að hjálpa og lina sársaukann, ég mæli eindregið með henni og stend með því,
Takk fyrir kv Eyrún Gísladóttir.
Ungabarn

Location :