Ég sá auglýsingu um námskeið á netinu um Bowentækni. Það eina sem ég vissi um Bowen var að vinkona mín hafði fengið bata á tennisolnboga í gegnum aðferðina. Ég hafði áhuga á að kynna mér þetta nánar þar sem ég starfa sem nuddari og er sífellt að leita leiða við að bæta við þekkingu mína. Þegar ég mætti á 1.stig námskeiðsins hafði ég ekki mikla trú á að þessar litlu hreyfingar gætu skipt sköpum. Þegar Jórunn spurði hvort einhver kenndi sér meins einhversstaðar, sagði ég frá því að ég væri með frosna öxl og gæti ekki lyft henni hærra en 90° beint út eftir vinnuslys sem ég varð fyrir þegar ég starfaði sem smiður. Á þriðja degi námskeiðsins gerði Jórunn hreyfinguna öxl á mér og ég ákvað með sjálfum mér að ef hún gæti lagað öxlina mína myndi ég halda áfram og klára námið en ef ekki myndi ég hætta. Tveimur tímum síðar gat ég lyft hendinni upp yfir öxl, sem ég hafði ekki getað gert í 8 ár. Það tók mig tvo daga að sannfærast um að batinn var kominn til að vera og þar með hurfu allar mínar efasemdir. Í dag er ég stoltur og starfandi Bowentæknir og held áfram að miðla þessari tækni til fólks og eftir reynslu mína og annarra sem ég hef meðhöndlað mæli ég hiklaust með Bowentækni.
Nils Guðjón Guðjónsson
Bowentæknir/Nuddari/Trésmiður
Öxl
tennisolnbogi

Location :