Samþykktar á aðalfundi 28.04.2022

Home 9 Siðareglur

Siðareglur

1. Bowentæknar eru bundnir þagnarskyldu varðandi allar upplýsingar um meðferðarþega sína, og fara með allar persónulegar upplýsinga sem trúnaðarmál. Bowentæknum ber að virða lög og siðareglur félagsins í hvívetna. Bowentæknir þarf leyfi frá meðferðarþega ef veita á upplýsingar
um viðkomandi milli bowentækna.

2. Félagsmaður getur gert undantekningu á þagnarskyldu í algeru neyðartilviki eða með samþykki þess sem þegið hefur meðferð.

3. Fullur trúnaður, heiðarleiki og virðing skal ríkja milli bowentæknis ogmeðferðarþega óháð þjóðerni, kynþætti, aldri, trúarbrögðum, litarhætti, kynferði, stjórnmálaskoðunum, siðferðilegum skoðunum og þjóðfélagsstöðu meðferðarþegans.

4. Við meðhöndlun barna og ungmenna undir 18 ára aldri skal foreldri/forráðamaður vera viðstaddur. Börn eru ætíð í meðferð á ábyrgð foreldra/forráðamanna sinna.

5. Bowentæknar leitast við að bæta líðan fólks með bowenmeðferðinni. Bowentæknar skulu í hvívetna gæta þess að lofa ekki nokkru eða gefa nokkurskonar tryggingu um áhrif meðferðarinnar. Við læknum ekki, breytum ekki lyfjagjöf eða sjúkdómsgreinum.

6. Félagsmaður skal ekki veita meðferð undir áhrifum áfengis, lyfja eða annarra efna, sem slæva dómgreind hans

7. Þegar meðferð er veitt skal bowentæknirinn vera hreinn og snyrtilegur til fara. Hann skal gæta hreinlætis og tryggja að húsnæði og búnaður séu hreinn og í góðu ástandi. Og haga störfum sínum þannig að hann sé stétt sinni til sóma.

8. Bowentæknirinn skal jafnan sýna drengskap og virðingu í samskiptum sínum við aðra bowentækna og aðra meðferðaraðila.

Previous Next
Close
Test Caption
Test Description goes like this