Kæru félagar
Aðalfundur Bowentæknifélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 30. október kl.18:00.
Staðsetning: Grensásvegur 50, Heilsumiðstöð Reykjavíkur.
Dagskrá aðalfundar er hefðbundin.
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Fundargerð síðasta aðalfundar lesin upp og borin upp til samþykktar.
3. Skýrsla stjórnar.
4. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
5. Ársgjald.
6. Kosning nýrra stjórnar- og nefndarmeðlima.
7. Önnur mál
Kaffi og léttar veitingar.

Við hlökkum til að sjá ykkur. Kveðja stjórnin