Notkun túrmeriks (Curcuma longa) sem krydd- og lækningajurtar er ævagömul, en undanfarin ár hafa margar vísindarannsóknir staðfest fjölbreyttan lækningamátt þess. Túrmerik inniheldur virka efnið curcumin sem hefur sterk bólgueyðandi og andoxandi áhrif. Túrmerik eykur flæði meltingarvökva og þykir gott við lifrarbólgu, gulu, gallsteinum, uppþembu og vindgangi og til að lækka bæði blóðfitu og blóðsykur. Það er bólgueyðandi og þykir ákaflega gott gegn gigtar- og húðsjúkdómum ásamt því að örva blóðflæði og hafa góð áhrif á sár, gyllinæð og marbletti. Túrmerik hefur að auki bakteríudrepandi áhrif og er notað gegn hálsbólgu og hósta. Rannsóknir hafa einnig leitt í ljós að túrmerik getur hamlað vexti krabbameinsfrumna.

 

Tekið af vefsíðu Önnu Rósu Grasalæknis www.annarosa.is og birt með leyfi hennar.

 

Grein eftir Önnu Rósu grasalækni birt í Kjarnanum 27. febrúar 2014: Er túrmerik töfrajurt?