Löngum hefur verið talið að engiferrótin stuðli að bættri líðan og að hún hafi jafnvel lækningarmátt. Á síðu Leiðbeiningarstöðvar heimilanna segir að rótin hafi verið notuð í meira en 4.000 ár sem krydd og bragðefni í matargerð.

Ýmsar rannsóknir hafi verið gerðar á henni og fundist hafi um 500 virk efni í henni sem stuðla að bættri heilsu. Þar er talin upp þau áhrif sem rótin hefur en þau eru; vatnslosandi, bólgueyðandi, blóðþynnandi og blóðþrýstingslækkandi áhrif. Auk þess sem rótin er talin hafa bætandi áhrif á meltinguna. Áhrifamest er að nota ferska rót, gott er að rífa hana eða sneiða og hella sjóðandi vatni yfir.

Engiferrót (Zingiber officinalis) þykir ákaflega góð við hálsbólgu, kvefi, flensu, bronkítis og astma. Rótin hefur örvandi áhrif á blóðrás og er talin góð við hand- og fótkulda. Engiferrót er einnig talin draga úr ógleði til dæmis vegna bílveiki. Ilmkjarnaolía unnin úr engiferrót þykir bæði bólgueyðandi og vöðvaslakandi og afar góð við liðverkjum og vöðvabólgu.

Góð ráð til að losna við bjúg…
Bjúgur er algengt vandamál sem margir þjást af séstaklega konur og stafar oftast af óhollu mataræði, áfengisdrykkju, mikilli salt inntöku, unnum kjötvörum, álagi og þreytu, ónægri vatnsdrykku, lyfjaneyslu og er einnig fylgikvilli óléttunnar. Það er til nokkrar einfaldar leiðir sem ég nota til að vinna úr þessu leiðindavandamáli, hér koma þær…
Engiferrót: fersk engiferrót er rifin niður (c.a 5cm) í 2 ltr af vatni og látið sjóða í 3-5 mín, síðan látið standa og kólna, gott að setja sítrónusneiðar ofan í. Geymið í kæliskáp og drekkið yfir daginn c.a 1 ltr.

Engiferrót er talin ein öflugasta lækningajurtin og virkar vel gegn flestum kvillum þar á meðal: flensu, gigt, hausverk, tíðarverkjum, astma, vandamálum í liðum, vindgangi, háum bllóðþrýsting og fleiru..

Sam­kvæmt ný­legri rann­sókn sem birt­ist í Journal of Pain sem gefið er út af American Pain Society draga dágóðir dags­skammt­ar af hráu eða hituðu engi­fer veru­lega úr vöðva­verkj­um og öðrum óþæg­ind­um í vöðvum – jafn­vel svæsn­um vöðva­verkj­um í kjöl­far kapps­fullra æf­inga. Það að dæla í sig verkjalyfj­um ætti því að heyra sög­unni til.

Engi­fer er þekkt lækn­inga­jurt í kín­verskri lækn­is­fræði og telst einnig meðal hefðbund­inna lækn­inga­jurta hjá ind­versk­um og japönsk­um nátt­úru­lækn­um, sem nota hann til að tak­ast á við upp­köst og ógleði, hósta, morgunógleði, melt­ing­ar­vanda­mál og mígreni. Engi­fer er einnig notaður gegn gigt og slit­gigt. Það var þó ekki fyrr en ný­lega sem vest­ræn­ir vís­inda­menn hófu að rann­saka lækn­is­fræðilega eig­in­leika engi­fers.

Til þessa hafa nokkr­ar rann­sókn­ir sýnt að engi­fer virðist hafa bólgu­eyðandi og kval­astilllandi áhrif líkt og nokkr­ar teg­und­ir lyfja sem ekki geyma stera, og þetta er mjög mik­il­vægt- engi­fer er án allra auka­verk­ana (au­k­verk­anna eins og blæðinga í melt­ing­ar­vegi og maga­sárs). Í einni rann­sókn­inni kom fram að með því að neyta 30 til 500 mg af engi­fer dag­lega í 4 til 36 vik­ur má draga veru­lega úr hné­verkj­um hjá þeim sem þjást af slit­gigt.

Í nýrri rann­sókn frá Uni­versity of Georgia, Georgia Col­l­e­ge og State Uni­versity (GCSU), komu fram enn frek­ari sann­an­ir fyr­ir því að engi­fer er mun öfl­ugra verkjalyf en áður var talið. Vís­inda­menn­irn­ir unnu með 74 sjálf­boðaliðum úr hópi náms­manna sem skipt var í þrjá hópa. Ein­um hópn­um var gef­inn hrár engi­fer, öðrum hitaður og þeim þriðja lyf­leysa og þeim tal­in trú um að um ekta engi­fer væri að ræða.

Vöðva­verk­ir voru fram­kallaðir hjá sjálf­boðaliðunum með því að láta þá fram­kvæma 18 sér­vald­ar erfiðar vöðvaæf­ing­ar. Í fram­haldi af því mældu vís­inda­menn­irn­ir þátt­tak­end­ur sam­fellt í 11 daga til þess að ganga úr skugga um hvort dregið hefði úr vöðva­verkj­um. Og það gerðist held­ur bet­ur.
Niður­stöðurn­ar sýndu að það dró úr vöðva­verkj­um bæði hjá þeim sem fengu hrá­an og hitaðan engi­fer um 25% yfir heild­ina og ekki minna en 23 % hjá hverj­um og ein­um.

Í rann­sókn sem ný­lega var greint frá í fræðirit­inu Pedi­at­ric Blood and Cancer kom fram að vís­inda­menn frá All India Institu­te of Medical Sciences í Nýju-Delí hafa skráð hjá sér að engi­fer dragi svo um mun­ar úr upp­köst­um og flök­ur­leika hjá börn­um sem hafa þurft að gang­ast und­ir í lyfjameðferð vegna krabba­meina. Til viðbót­ar má geta nýrr­ar vís­inda­rann­sókn­ar sem birt­ist i tíma­riti Mo­lecul­ar Visi­on en þar grein­ir frá því að því að engi­fer dragi að öll­um lík­ind­um úr og / eða veru­lega á lang­inn þróun vagls (- blindu) sem staf­ar af syk­ur­sýki.

 

 

Heimild (greinar):

www.mbl.is

www.pressan.is

www.dv.is